Verðskrá mariakatrin.is stúdío 2020

 Ég skrái unga niður á settan dag en myndatakan fer svo fram á 6-12 degi. Nauðsynlegt er að bókaðir viðskiptavinir láti mig vita með stuttum skilaboðum að barnið sé fætt þannig að ég geti raðað niður. Ég bóka ekki viðskiptavini meira en tvo mánuði fram í tímann. 

Hægt er að hafa samband við mig eftir að barnið er fætt til að athuga hvort ég eigi til lausan tíma. Heppilegast er að gera það eftir 5 daga skoðun og vera viðbúin því að ég get átt lausan tíma með stuttum fyrirvara.  

Ungbarnamyndatökur fara fram á virkum dögum kl 11 séu systkini eða foreldrar með í töku. Minni tökur fara oft fram kl 15:00.

 

Ungbarnamyndataka  

7 myndir eingöngu ungi  2-3 tímar í stúdíoi, tölvuvinnsla, undirbúningur, útprentanir, kassi, usb lykill og fundur samtals tveir vinnudagar.

7 myndir útprentaðar myndir í kartoni af minni gerð 20*25cm  í vönduðum pleður kassa ramma, hvítur eða svartur.

Usb lykill með myndum í lit og í svart hvítu í netupplausn, layouti og videoi ásamt öllum 7 myndum í 15 cm fullri upplausn. 

samtals  91.000kr 

 Hægt að fá stærri gerð af stækkunum og myndakassa. 

 

12 myndir  4 tímar í stúdío, tölvuvinnsla, undirbúningur, útprentanir, kassi, usb lykill og fundur samtals tveir vinnudagar.

( 12 myndir í boði að mynda systkini með unga EÐA foreldra með unga ) 

12 myndir útprentaðar myndir  í kartoni af minni gerð 20*25 cm í vönduðum pleður kassa ramma hvítur eða svartur.

Usb lykill með myndum í lit og í svart hvítu í netupplausn, layout, video ásamt 12 myndum í 15 cm fullri upplausn. 

samtals 123.000kr

Hægt að fá stærri gerð af stækkunum og myndakassa. 

 

15 myndir  Frá 4 tímum í stúdío, tölvuvinnsla, undirbúningur, útprentanir, kassi, usb lykill og fundur samtals tveir vinnudagar.

( 15 myndir í boði að mynda systkini með unga og foreldra með unga og mögulega alla fjölskylduna, ég bóka ekki svo stóra myndatöku nema að eldri systkini séu í eldri kantinum þar sem þetta eru tæknilega 3 myndatökur getur verið að svo stór myndataka sé óraunhæf með mörg ung börn. ) 

15 myndir útprentaðar myndir  í kartoni af minni gerð 20*25 cm í vönduðum pleður kassa ramma hvítur eða svartur.

Usb lykill með myndum í lit og í svart hvítu í netupplausn, layout, video ásamt 12 myndum í 15 cm fullri upplausn. 

samtals 143.000kr

Hægt að fá stærri gerð af stækkunum og myndakassa. 

 

 

Smábarnamyndataka 3 mánaða til 1 árs,  eitt barn.

Smábarnamyndatökur bókast með stuttum fyrirvara og eru háðar birtu.  Ég mynda smábarnamyndamyndatökur mars-október

en loka fyrir stúdíoið vegna birtu nóv- febrúar. 

ca 40 mín myndataka í heild klukkutími 

5 myndir verð frá 30.000 kr myndir afhendast í netupplausn í lit og í svart hvítu á veglegum usb lykli ásamt layouti og video,

ath engar útprentanir í þessu verði.

*hægt er að panta stakar stækkanir og myndakassa við afhendingu mynda. 

 10 myndir verð frá 45.000 k rmyndir afhendast í netupplausn í lit og í svart hvítu á veglegum usb lykli ásamt layouti og video

ath engar útprentanir í þessu verði.

*hægt er að panta stakar stækkanir og myndakassa við afhendingu mynda. 

 

 

 

Fermingarmyndataka/stúdentar/einstaklingar í svarta stúdío myndataka og útprentun.

20 mynda myndataka, 2-3 dress aðeins einn einstaklingur +

10 minni stækkanir í kartoni ( í hvítum eða svörtum) pleðurkassa 106.000kr hægt er að versla allt að 20 myndir í kassann hver mynd á 3250kr.

20 myndir afhendast í lit og í svart hvítu í netupplausn á veglegum usb lykli ásamt video og layouti, þær myndir sem verslaðar eru afhendast einnig

 í 15 cm fullri upplausn á usb lykli.  

 

Nektar og eða meðgöngumyndataka í svarta stúdíóinu- ein kona

10 myndir verð frá 53.000 kr myndir afhendast í netupplausn í svart hvítu á veglegum usb lykli, hægt að panta stakar stækkarnir við afhendingu mynda. 

ath engar útprentanir í þessu verði.

(Mæli með 15 myndum eða ætlunin er að mynda nektar og portrett )

15 myndir verð frá 62.000 kr myndir afhendast í netupplausn í svart hvítu á veglegum usb lykli, hægt að panta stakar stækkanir við afhendingu mynda.

ath engar útprentanir í þessu verði. 

 

 

Viðskiptavinir mínir fá sjálfir að velja litaþema þegar kemur að ungbarnamyndatökum, ég á alveg ofboðslega mikið magn af propsi en fer vel yfir smáatriði fyrir tökur.  Í stúdíoinu mínu notast ég bæði við nátturlega birtu og ljós. Ég gæti vel að öllu hreinlæti og notast sjálf við andlitsgrímu alla myndatökuna. Ég hef starfað sem ljósmyndari í 10 ár og myndað ungabörn frá upphafi um 2-5 stk í viku hverri svo að fjöldi ungabarna sem að ég hef myndað hleypur á hundruðum. Stúdíoið mitt er staðsett á Selfossi til mín koma kúnnar alls staðar að af landinu. Sjálf á ég 4 flotta stráka einn eiginmann:) og litla hundastelpu. Ef ég ætti að lýsa sjálfri mér í stuttu sem ljósmyndara þá væri það einhvern veginn svona. Ég hugsa og læt mig dreyma í myndum, skipulegg mydatökur með hjartanu en tek myndir með maganum.  Ég er ótrúlega þolinmóð og afar nákvæm vel þó alltaf myndina sem sýnir tilfinningu og sál frekar en fullkomnun..  

Ég skila öllum myndatökum af mér útprentuðum, myndir eru í kartoni , hvítu eða svörtu eða í bland og hægt er að velja um tvær stærðir á veglegum pleðurkössum utan um stækkanirnar.  Viðskiptavinir mínir koma því til mín aftur eftir umsaminn tíma en þá eru allar myndir klárar útprentaðar og til sýnis upp á vegg. Þannig færð þú tækifæri til að sjá myndirnar útprentaðar en ég prenta einnig út umfram magn þannig að þú hafir val. Þú getur einnig verslað þér fleiri myndir hafir þú áhuga. Ég gef hér upp verð miðað við allan pakkann og því er enginn falinn kostnaður.   Við afhendingu skilast myndir einnig á usb lykli í netupplaus í lit og í svart hvítu ásamt layouti og videoi. Að auki fylgir 15 cm full upplausn öllum útprentuðum myndum. Með þessu móti kem ég til móts við þarfir viðskiptavina minna sem vilja oft mikið magn,  eins flýtir þetta töluvert fyrir öllu pöntunarferlinu. Þú færð loksins myndirnar þínar útprentaðar og þarft hvorki að bíða eða senda rafrænar pantanir sem getur oft á tíðum verið ansi snúið og tímafrekt.  Að koma í myndataköku á að vera og er afar skemmtileg upplifun að sjá útprentaðar myndir og fá tækifæri til að velja strax er enn skemmtilegri upplifun. Að mínu mati eiga allar myndir sem ég afhendi skilið útprentun. Rafrænar myndir gleymast og stafræn gæði þeirra minka með árununum.

  

Myndbirting

Ég vek athygli á því að ég áskil mér rétt höfundarréttar á að birta og sýna almennt opinberlega á mínum einkamiðlum allar þær myndir sem ég tek sem stakar færslur, gallerí, auglýsingar, video, layout, prentað efni, þó með þeim formekjum að ég merki aldrei eða nafngreini viðkomandi. Einu myndirnar sem ég leitast eftir samþykki viðkomandi eru nektarmyndir eða meðgöngumyndir sem sýna nekt.  Því má orða það svo að hafi þú þau sjónarmið að vilja ekki myndbirtingu að þá sé ég í raun ekki rétti ljósmyndarinn fyrir þig.

ungbarnamyndataka, nýburar, nýbaramyndataka, María Katrín, María Katrín ljósmyndari, ljósmyndari, paramyndir, paramyndataka, fermingarmyndir, fermingarmyndataka, nektarmyndataka, meðgöngumyndir, óléttumyndir, óléttumyndataka, stúdío, ljósmyndastudio, newborn photographer, photographer Iceland