Verðskrá mariakatrin.is stúdío 2019

 Ég skrái unga niður á settan dag en myndatakan fer svo fram á 6-12 degi. Nauðsynlegt er að bókaðir viðskiptavinir láti mig vita með stuttum skilaboðum að barnið sé fætt þannig að ég geti raðað niður. Ég bóka ekki viðskiptavini meira en tvo mánuði fram í tímann. 

Hægt er að hafa samband við mig eftir að barnið er fætt til að athuga hvort ég eigi til lausan tíma. Heppilegast er að gera það eftir 5 daga skoðun og vera viðbúin því að ég get átt laust með stuttum fyrirvara.  

Ungbarnamyndatökur fara fram á virkum dögum kl 11 séu systkini og eða foreldrar með í töku. Minni tökur fara oft fram kl 15:00.

Ég er 5-10 virka daga að skila af mér myndatökum. 

 

Ungbarnamyndataka 

5 myndir í lit og í svart hvítu verð frá 40.000 kr (2 tímar í stúdíoi og 2 tímar tölvuvinnslu) 

7 myndir í lit og í svart hvítu verð frá 49.000 kr (2,5 tímar í stúdíoi og 2,5 tímar í tölvunnslu)

10 myndir í lit og í svart hvitu verð frá 59.000 kr (3 tímar í stúdíoi og 3 tímar tölvunnslu)

 

12 myndir í lit og í svart hvítu verð frá 65.000 kr (3,5 tímar í stúdíoi og 3,5 tímar í tölvuvinnslu) 

( 12 myndir í boði að mynda systkini með unga eða foreldra með unga ) 

 

15 myndir í lit og í svart hvítu verð frá 75.000 kr ( allt að 4 tímar í stúdíoi og 4 tímar í tölvuvinnslu) 

(15 myndir í boði að mynda foreldra og systkini og alla fjölskylduna) 

 

Smábarnamyndataka 3 mánaða til 1 árs,  eitt barn.

Smábarnamyndatökur fara fram á fyrirfram ákveðnum dögum ca 1 til 2  í mánuði. Ég mynda smábarnamyndatökur kl 10-11-12-13-14 mars-október en loka fyrir stúdíoið vegna birtu nóv- febrúar. 

ca 40 mín myndataka í heild klukkutími 

5 myndir verð frá 30.000 kr

10 myndir verð frá 45.000 kr

15 myndir verð frá 55.000kr 

 

Fermingarmyndataka/stúdentar/einstaklingar svarta stúdío 

20 myndir verð frá 54.000 kr

 

Nektar og eða meðgöngumyndataka í svarta stúdíóinu- ein kona

5 myndir verð frá  38.000 kr

10 myndir verð frá 53.000 kr

Mæli með 15 myndum eða ætlunin er að mynda nektar og portrett 

15 myndir verð frá 62.000 kr

 

Paramyndataka og eða meðgöngumyndir í stúdíói 

20-30 myndir verð frá 60.000 kr

Mæli með 30 myndum eða fleirum ef ætlunin er að taka para, meðgöngu og eitt ungt barn með. Þessi uppsetning hentar ekki mörgum börnum ..

 

 

Ath skilmála um höfundarrétt

 Myndir afhendast full unnar í lit og í svart hvítu á usb lykli í netupplausn á videoi og sem layout.

Hægt er að panta tíma hjá mér þar sem ég mun prenta út myndir og viðskiptavinur getur sjálfur valið af vegg myndir á staðnum í afar veglega leðurkassa. 

Hægt er að fá útprentaðar myndir í mörgum stærðum, hjá mér er einnig hægt að panta innrammaðar myndir, bækur, glerbox, leðurbox, og kort.

Ég fer vel yfir möguleikana sem í boði eru og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

 

Myndbirting

Ég vek athygli á því að ég áskil mér rétt höfundarréttar á að birta og sýna almennt opinberlega á mínum einkamiðlum allar þær myndir sem ég tek sem stakar færslur, gallerí, auglýsingar, video, layout, prentað efni, þó með þeim formekjum að ég merki aldrei eða nafngreini viðkomandi. Einu myndirnar sem ég leitast eftir samþykki viðkomandi eru nektarmyndir eða meðgöngumyndir sem sýna nekt.  Því má orða það svo að hafi þú þau sjónarmið að vilja ekki myndbirtingu að þá sé ég í raun ekki rétti ljósmyndarinn fyrir þig.

ungbarnamyndataka, nýburar, nýbaramyndataka, María Katrín, María Katrín ljósmyndari, ljósmyndari, paramyndir, paramyndataka, fermingarmyndir, fermingarmyndataka, nektarmyndataka, meðgöngumyndir, óléttumyndir, óléttumyndataka, stúdío, ljósmyndastudio, newborn photographer, photographer Iceland