Um mig.....

Ég útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum haustið 2010 sem Skapandi Ljósmyndari.

Áhugi minn liggur hjá börnum. Listrænar barnamyndir teknar úti í náttúrunni og ungbarnamyndir eiga hug minn allan.

 

Stíllinn minn er klassískur og látlaus. Ég vil nálgast hlutina á heiðarlegan hátt og fanga augnablikið frá öðru sjónarhorni. Sjónarhorninu sem er örlítið draumkennt, hljóðlátt en oft svo fallegt.

 

Markmið mitt er einfalt ég vil leitast við að gera verk  mín persónuleg og um leið skapa eitthvað einstakt fyrir hvern og einn.  Ég vel vönduð vinnubrögð og trúi þvi að bestu mögulegu efnin í framleiðslu veiti gleði um ókomin ár.

 

Ég er með studío á Selfossi og í Reykjavík.